Monday, September 18, 2006

Das Helgi

Ég kíkti á tónleika með Nick Cave um síðustu helgi. Ég verð að játa ég var ekki alveg viss um hvað ég ætti von á. En ég var svo heppinn að vera á bekk 13 í sæti 13, og vegna þess þá fékk ég einhvern insane 8 ára krakka sem var æpandi á Nick Cave um að spila eitthvað lag, krakkinn var að æpa á íslensku. Svo var hann líka sparkandi í stólinn. Ég var bara hissa að ég fékk ekki kjuða í augað.
En Nick Cave var fínn, nokkur lög ekkert sérstök en önnur góð, sérstaklega Stagger Lee.
Hann var kepjureykjandi á sviðinu og það var ekkert hlé, Höddi og Bjarni félagi minn voru að deyja. Bannað sko að reykja í höllinni.

Ég er búinn að finna nýja þætti til að horfa á.. eða réttar sagt ég var búinn að því, ég er búinn að horfa á eina seríu af Kenny vs. Spenny.
Þetta eru þættir um 2 vini sem keppast um allt milli himins og jarðarm eins og t.d "Who can lose the most weight?","who makes the most convincing woman?","Who will use their arms first?" Kenny svindlar og Spenny er heiðarlegur. Kenny vinnur oftast. Kenny er eins og Jack Black og Spenny eins og Ross Geller. Og þetta minnir mann soldið á Tomma og Jenna. Fínir þættir en ég veit ekki hversu lengi þessi þættir virka, maður fær nú soldið leið á þessum hama gangi.

2 Comments:

Blogger Hjördís said...

Ég get horft á þá endalaust... Finnst þeir æði :D Kanadískir líka ef mig misminnir ekki og það er nú ekki leiðinlegt sko :P

3:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Haha - það var fullt af fólki reykjandi þarna á svæðinu þar sem ég sat. Lögbrjótar upp til hópa, þessir aðdáendur Hellisins. Og já, mér fannst þetta stórgóðir tónleikar.

1:04 AM  

Post a Comment

<< Home