Wednesday, September 27, 2006

Bíóferð... Passion Of The Clerks

Jæja ég kíkti á Clerks II í gær og verð að segja að ég er bara nokkuð ánægður með þá mynd. Kevin Smith tókst vel að halda í húmorinn og andann sem var að finna í fyrri myndinni. Myndin segir frá Dante og Randal sem vinna á Mooby´s skyndibitastað eftir að Quickemart búiðinn þeirra brennur. Dante er stefnulaus og getur ekki hægt að hugsa um risa sníp kærustu sinnar og það að hann er að fara að giftast henni og flytja til Flórida og Randal vill fara í trekant með þeim og vill ekki að Randal fari. Eða ekki. Þetta er eiginlega sambandsmynd. En góð sambandsmynd. Tungumálið er gróft, fólk er fífl án þess að vera gerfilegt og nær allir í myndinni eru áhugaverðir. Jafnvel Kelly. Jay og Silent Bob snúa aftur endurborðnir og reyklausir, en samt ennþá dealerar.
Maður þarf nú ekki að vera rosa nörd til að átta sig á öllum bröndurunum í myndinni þar sem þeir byggjast nú á hellstu viðburðum kvikmynda og teiknimynda sögu, en það eru nokkrar tilvitningar sem þjóta kannski um eyru sumra.
Mig langar bara að fara að ryfja upp Mallrats, Chasing Amy og svo líka Clerks.
Mæli eindregið með þessari mynd ef þú fílaðir Clerks.

Og eitt að lokum, eftir bíó, ég héllt að ég væri kominn í Heim Fast and the Furious. Fávitar að þenja bíla sína og reykspóla. Slæmt að þetta voru Bjalla, gamal Trabant og önnur hræ.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home