Wednesday, April 26, 2006

Duplex

ÉG tók mig til í gær og gerði mér ferð niður í Nóatún í gær eftir vinnu. Nánar tiltekið niður í Tölvulistann. Það var pakkað af fólki og nördum. Ég verslaði mér eitt stykki prentara. Hann er með 5 litahylkjum og er duplex. Sá gamli var með tveimur litahylkjum og er ekki duplex.
Það kostar um 3500kr að fylla lita eða svart blekhlyki á gamla, eða 7K. Á nýja kostar það um 1500 kr á lit eða 7K, samt er ódýrara að nota hann, en hann er Duplex. Hvað er duplex spyrjið þið með stór barnsleg augu full af forvitni? Ég skal segja ykkur það, Duplex þýðir að prentarinn prentar beggja meginn á síðurnar. Hann prentar fyrst öðrumeginn, spítir svo blaðinu út úr sér, bíður í nokkrar sekúndur og dregur það svo aftur inn og prentar hinu meginn á það. Brilljant! I like it! Sparar soldið í blaðakostnað.

Í tölvulistanum var unglingur með unglingabólur. Húð hans var fitugt, hár hans var rautt, fitugt og út um allt. Hann var klæddur í grænan fatnað sem passaði ekki vel á hann. Hann var með risatór heyrnatól um hálsinn og var með tösku með sér. Þetta var nörd. Hann var að rífast við afgreiðslumann um uppfærslutilboð á tölvu og þóttist vita betur en afgreiðslumaðurinn. Afgreiðslumaðurinn vildi drepa hann. Ég vildi drepa hann.
Nördinn vissi ekki muninn á innbyggðu skjákorti og ekki. Þvílíkur Dork!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það að þú vildir drepann setur þig nú í hóp ekki fjarri lagi dorkinum - en þó skrefinu hærra... since you're clean!

12:41 PM  

Post a Comment

<< Home