Tuesday, April 18, 2006

Vinnudagur

Jæja, þá er maður kominn aftur í vinnuna eftir ágætisfrí. Þetta var nú ósköp mikið leti frí hjá mér. Sem var bara nokkuð gott. Hanga heima, éta, sofa og horfa á imbakassann. Væri nú alveg til í að gera það aðeins lengur en ég verð nú að játa að það er gott að komast aftur í vinnuna. Manni var nú farið að leiðast soldið í kotinu.
En jæja sumardagurinn fyrsti er handan við hornið og að sjálfsögðu verður rigning á þeim degi. Það á að vera rigning á þessum degi. Það er alltaf rigning og mun alltaf vera rigining, annars myndi þetta ekki vera sumardagurinn fyrsti. Þetta er fínn dagur. Þetta er frídagur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home