Wednesday, April 19, 2006

126,10 krónur

Jæja... það er búið að hækka bensínið enn einu sinni. Það er komið upp í 126,10 krónur á lítran í sjálfafgreiðu. Bensínið hefur hækkað um 35% frá áramótunum. Og er það vegna lækkun krónunnar og óróleika á olíumarkaðinum eða af því að einhverjir gaurar sem sitja á olíutunnum eru að leika sér með kjarnorku og flestir eru orðnir soldið órólegir.
Get svo sem alveg skilið það sko.
Ég er bara ánægður að ég fyllti á tankinn fyrir stuttu, en þá var nú bensínið bara á 122.80 krónur á lítran...
Ég er líka ánægður með að þurfa bara að keyra nokkur hundruð metra í vinnunna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home