Friday, February 17, 2006

The Rushes

Ég kíkti á tónleika í gær með góðum hópi af fólki. Tónleikarnir voru haldir í Leikhúskjallaranum og hljómsveitin The Rushes var aðalnúmerið.
Ídir og BlueBirds hituðu upp fyrir The Rushes.
Ídir fór á kostum. Hann hefur mjög kröftuga og fallega rödd og mjög afslappa sviðsframkomu. Ég hafði nú reyndar séð hann spila á Airwaves og hafði hann þá fiðluleikara með sér sem gerði góða hluti.
BlueBirds voru allt í lagi. Held bara að það sé erfitt að fylgja á eftir ídir. Ég verð að játa að ég var að verða soldið þreyttur á þeim, maður var nú að bíða eftir The Rushes.

The Rushes spiluðu hér líka á Airwaves á síðasta ári og stóðu sig vel. Þeir voru mjög flottir í gær kveldi til mikillar fagnaðar áhorfenda. Jóhann félagi minn ætlar að eignast með þeim börn og Einsi þurfti að skipta um buxur eftir tónleikana.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home