Monday, April 23, 2007

Innkaup.

Það er dýrt að kaupa inn. Einn lítil dolla af hákarlalýsi kostar um 700 kall.
En annars er ég alveg að lifa þetta af, brauð smjör og ostur er nú ekki svo dýrt sko. Smá snakk og nammi um helgar, út að borða svona 2-3 í mánuði og sum kvöld hjá Casa Mömmu reddar að halda matarinnkaupum niðri. Svo þarf bróðir minn bara að fara að plaffa aðeins á hreindýr eða eitthvað og redda mér smá kjöti.

Ég er nú ekki að kvarta sko, ég hef oftast komist af án einhverra dýrindis máltíðar í hvert mál. Hráar pylsur með tómatsósu og svörtum pipar eru bara alveg ágætar sko...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home